CE Merking

CE‐merking á að tryggja að vara uppfylli viðkomandi framleiðslustaðal, þar á meðal ákvæði um framleiðslueftirlit. Með CE‐merkingu á viðskiptavinur að geta gengið að því vísu að framleiðslan sé undir eftirliti og eiginleikarnir í samræmi við það sem lýst er yfir.

Allar malbikunarstöðvar fyrirtækisins eru með vottuð framleiðslueftirlitskerfi (en: Factory Production Control - FPC) sem veitir heimild til að CE-merkja malbik. Kerfin eru vottuð af The British Standards Institution, BSI, sem er alþjóðlegur viðurkenndur vottunaraðili. BSI kemur reglulega og framkvæmir ítarlegar úttektir á framleðslueftirliti malbikunarstöðva fyrirtækisins.

Allt malbik sem Colas framleiðir og fellur undir kröfur Evrópustaðlana, ÍST EN 13108-1 um stífmalbik (en: Asphalt Concrete) og ÍST EN 13108-5 um steinríkt malbik (en: Stone Mastic Asphalt), er CE -merkt.

Colas gefur út "DoP" (þ.e. Declaration of Performance) vottorð sem er yfirlýsing um frammistöðu malbiks og gerðarprófanir sem lýsa eiginleikum þess, fyrir allar CE – merktar malbiksgerðir sem framleiddar eru.