Gæði

Colas er með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega kröfustaðlinum ISO 9001 og er það hluti af samþættu stjórnunarkerfi fyrirtækisins. Árið 2008 fékk fyrirtækið fyrst allra verkatakfyrirtækja á Íslandi vottun samkvæmt ISO 9001:2008. Vottunin var síðan uppfærð upp í ISO 9001:2015 árið 2017. Sjá vottorð

Colas leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir og hagsmunaaðilar þess séu ánægðir með vörur og þjónustu fyrirtækisins. Skipulögð og markviss gæðastýring er mikilvægt tæki til að ná því markmiði. Í slíkri gæðastýringu felst m.a. að það séu ábyrgir og hæfir starfsmenn, árangusrsmiðuð áætlanagerð, nákvæmar leiðbeiningar og skýr ábyrgð á öllum þáttum starfseminnar. Markviss gæðastýring er grundvöllur þess að unnt sé að þróa og afhenda vöru og þjónustu samkvæmt óskum og þörfum viðskiptavina okkar.

Við framkvæmum reglulega viðhorfskannir meðal okkar viðskiptavina til að meta ánægju þeirra. Niðurstöður þeirra eru rýndar nýttar til umbóta í starfsemi fyrirtækisins.

Colas setur sér reglulega gæðamarkmið, rýnir þau og metur frammistöðu. Viðhorf og áherslur Hlaðbæjar Colas til gæða koma fram í gæðastefnunni sem má finna hér að neðan.