Rannsóknarstofa
Colas rekur tvær rannsóknarstofur í Hafnarfirði. Önnur er staðsett á Gullhellu þar sem gerðar eru rannsóknir á malbiki, steinefnum og borkjörnum. Hin rannsóknarstofan er í bikstöð fyrirtækisins að Óseyrarbraut og þar eru gerðar rannsóknir á biki og bikbindiefnum. Báðar rannsóknarstofurnar eru vel búnar tækjum og búnaði til að sinna helstu rannsóknum vegna malbiks og bindiefnaframleiðslu.
Á rannsóknarstofum fyrirtækisins starfar hæft og sérþjálfað starfsfólk sem er ávallt tilbúið til að leiðbeina og veita ráðgjöf um nánast allt sem við kemur rannsóknum á malbiki og bikbindiefnum og veitir allar mögulegar upplýsingar um þjónustu sem er í boði.
Starfsemi rannsóknarstofa má skipta í þrennt:
1. Ytri kröfur: Rannsóknir sem gerðar eru kröfur um í samningum við viðskiptavini ásamt kröfum FPC kerfa vegna CE-merkingar vöru.
2. Innri kröfur: Rannsóknir sem gerðar eru vegna innra eftirlits.
3. Önnur starfsemi