Skip to main content

Colas hlýtur hvatningarverðlaun VÍS

Colas hlýtur hvatningarverðlaun VÍS

Forvarnarráðstefna VÍS var haldin í fimmtánda sinn í Hörpu þann 20.mars og var yfirskrift ráðstefnunnar „Vinnum með öryggi alla daga“, sem Colas gerir svo sannarlega.

Colas hlaut hvatningarverðlaun VÍS fyrir framúrskarandi og eftirtektarverðan árangur okkar í öryggismálum og tökum við á móti þeim verðlaunum með þakklæti og stolti.

„Öryggi er eitthvað sem þarf að vinna stöðugt í til að viðhalda því og efla enda breytast áskoranir með tímanum sem og kröfur okkar um öryggi. Við erum stolt af viðskiptavinum okkar sem standa sig framúrskarandi vel í öryggismálum. Fyrirtækin sem voru heiðruð í dag eiga skilið lof fyrir árangur sinn og ættu að vera öllum til fyrirmyndar,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS um hvatningarverðlaunin.

Það var Björk Úlfarsdóttir sem tók við verðlaununum fyrir hönd Colas.

Aðrar greinar