Styrkbeiðnir

Takk fyrir að leita til Colas Ísland.

Stefna okkar hjá Colas er að vera í miklu návígi við samfélagið og höfum við náð þeim markmiðum með því að styðja við góðgerðar-, íþrótta- og æskulýðsstarf með styrkjum.

Styrkbeiðnir sem okkur berast eru bæði fjölbreyttar eins og þær eru margar og til að ná betri yfirsýn yfir þær beiðnir sem okkur berast, förum við fram á að umsóknir skulu berast með forminu sem hægt er að fylla út hér að neðan. Ath styrkbeiðnir sem koma símleiðis eða í gegnum tölvupóst eru ekki gildar og verður þeim því ekki svarað. 

Styrkbeiðnir þurfa að berast að minnsta kosti 7 dögum fyrir áætlaðan afhendingardag og áskilur Colas Ísland sér þann rétt að svara einungis þeim aðilum sem hljóta styrkveitingu.
Ef ekkert svar hefur borist innan 14 daga, má líta svo á að styrkbeiðninni hafi verið hafnað.