Framkvæmdasvið

Framkvæmdadeild sér um malbikun, malbiksviðgerðir, yfirsprautun, sprungufyllingar, vegamálun og fleira.

Verkefni sem að Colas Ísland hefur komið eru flestir flugvellir landsins, jarðgöng og nýbyggingar og viðhald vega. Lögð er ofuráhersla á gæði og öryggi í öllum okkar verkefnum.

Hér að neðan má finna dæmi um þau verkefni sem við höfum tekið að okkur.

Óska eftir tilboði

Vegagerð

Colas Ísland margra ára reynslu þegar kemur að vegagerð. Helstu verkkaupar okkar hafa verið Vegagerðin, sveitarfélög og einkaaðilar.

Colas hefur séð um malbiksviðhald á suðvestur horninu fyrir Vegagerðina til fjölda ára. Einnig hefur fyrirtækið verið undirverktaki í mörgum stærstu nýbyggingum vega hér á landi undanfarin ár. Má þar nefna Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og breikkun á Hellisheiði.

Flugvellir

Colas Ísland hefur komið að fjölda verkefna á flugvöllum landsins og á Grænland og hefur sérhæfða þekkingu þegar kemur að þeirri tegund verkefna.

Um aldamótin var ráðist í endurnýjun á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli. Gömlu brautirnar voru fjarlægðar og nýjar lagðar í stað þeirra.

Árin 2008-2009 var farið í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli þar sem flugbrautin var afrétt og yfirlögð ásamt því að flugbrautin var lengd.

Árið 2012 var farið í lengingu á flugbrautinni á Egilstaðaflugvelli en brautin var lengd um 200m. Ári seinna var farið í fyrirbyggjandi viðhald með því að yfirsprauta brautina í heild sinni. Árið 2021 var flubrautin yfirlögð og endurnýjuð.

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á Keflavíkurfluvelli á síðastliðnum árum. Árin 2016-2017  voru báðar flugbrautirnar endurnýjaðar, ný flughlöð voru gerð og þjónustuvegir endurbættur. Árin 2022-2023 var ný akbraut fyrir flugvélar malbikuð en akbrautin heitir Mike.

Colas Ísland hefur lagt flugbraut á Grænlandi ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum fyrir Nató á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal nýja akbraut fyrir flugvélar sem ber nafnið Juliette.

Jarðgöng

Colas Ísland hefur malbikað flest þau jarðgöng sem gerð hafa verið á Íslandi.

Göng sem Colas hefur komið að eru: Vestfjarðagöng, Héðinsfjarðargöng, Óshlíðargöng, Dýrafjarðargöng, Fáskrúðsfjarðargöng, Norðfjarðargöng,  Vaðlaheiðargögn, göng í gegnum Húsavíkurhöfða og upphaflegu Hvalfjarðargöngin og viðhaldi þeirra.

Önnur verk

Colas Ísland hefur tekið að sér óteljandi önnur verkefni eins og göngustíga, malbiksviðgerðir, bílastæði, hafnarsvæði og önnur athafnasvæði.

Starfsmenn Colas Ísland hafa yfirburðarþekkingu á þessu sviði og veita ráðleggingar og gera tilboð í þitt verkefni.

Yfirsprautun og sprungufyllingar

YFIRSPRAUTUN
Talað er um yfirsprautun þegar bikþeytu er sprautað yfir gamalt malbik, í þeim tilgangi að auka veðrunarþol og lengja líftíma malbiksins. Í mörgum tilfellum er hægt að yfirsprauta sama svæðið oft með nokkura ára milli bili og þar með margfalda líftíma malbiksins.
Colas Ísland í samstarfi við móðurfyrirtæki sitt Colas Danmörku, hefur notað PenTak® í öll stærri verkefni á Íslandi. Einnig hefur Colas notað Rhinophalt og sérblandað bikþeytu.
SPRUNGUFYLLINGAR
Colas býður upp á efni í sprungufyllingar sem þróuð eru af Colas samsteypunni. (Revneforsegling RF/H2 og Jointgrip RS-C/IS) sem henta í malbiks- og steypuslitlög.

Starfsmenn Colas veita ráðgjöf varðandi yfirsprautun eða sprungufyllingu.