Í dag fetum við í fótspor móðurfélags okkar danska Colas fyrirtækisins og skiptum um vörumerki (Logo). Samhliða er unnið að nafnabreytingu en Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf verður Colas Ísland hf.
Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. var stofnuð í janúar 1987 og fagnar því 34 ára afmæli nú í janúar. Í upphafi var fyrirtækið í eigu ýmissa íslenskra fyrirtækja og danska fyrirtækisins Colas Vejemateriale (síðar Colas Danmark). Í dag er Colas í Danmörku eini eigandi Colas Ísland hf en danska Colas er nú í eigu Colas SA í Frakklandi. Colas samsteypan á fyrirtæki um allan heim og er stærsta malbikunarfyrirtæki í heiminum í dag.
Nýja vörumerki okkar verður það sama og vörumerki Colas Group á heimsvísu. Við munum sjá hið nýja útlit á vefsíðunni og samfélagsmiðlum og fljótlega munum við sjá það á tækjunum okkar, byggingum, í auglýsingum og vinnufatnaði. Þetta er því ekki skyndiátak, við notum árið til að koma þessu í gegn.
Með því að taka upp vörumeki Colas erum við að undirstrika og leggja áherslu á að við erum hluti af öflugu alþjóðlegu fyrirtæki, sem leggur áherslu á þróun, nýjungar og sjálfbærar lausnir í samgöngumálum. Við höfum um árabil notið góðs af aðgangi að alþjóðlegum rannsóknum og þekkingu í gegnum Colas samsteypuna og getum þess vegna boðið upp á nýjar vörur sem prófaðar eru á alþjóðamarkaði. Samstarfið og þekkingarmiðlunin sem fram fer innan Colas samstæðunnar um allan heim er okkur innblástur og hefur í för með sér hvatningu til nýsköpunar og þróunar sem gagnast bæði fyrirtækinu, starfsmönnum okkar og viðskiptavinum á Íslandi.
”Við greiðum leiðina”
Vörumerki Colas er vel þekkt og viðurkennt, táknað með gulum tígli. Um allan heim tengist það samgönguinnviðum og mannvirkjum og táknar alþjóðlegt net staðbundinna fyrirtækja sem jafnframt endurspegla styrk og seiglu alþjóðlegs fyrirtækis. Enska kjörorð samstæðunnar ”We open the way” sem á íslensku verður “Við greiðum leiðina” er skýr áminning um það hver við erum.
Við viljum taka þátt í að byggja örugga vegi sem tengja fólk saman og opna nýjar leiðir. Við erum hér til að byggja upp hreyfanleika framtíðarinnar. Meira en nokkru sinnum fyrr er það okkar hlutverk að greiða leiðina.
Nánari upplýsingar og tengiliðir:
Sigþór Sigurðssons, framkvæmdastjóri, sigthor@colas.is
Herdís Rós Kjartansdóttir mannauðstjóri, herdis@colas.is
Um Colas samsteypuna:
Colas, dótturfélag Bouygues Group, hefur það markmið að þróa, byggja og viðhalda sjálfbærum samgönguinnviðum. Colas er net fyrirtækja í yfir 50 löndum og fimm heimsálfum með yfir 57.000 starfsmenn sem vinna í sínu landi að því markmiði að tengja samfélög og stuðla að breytingum til framtíðar. Colas er leiðandi á heimsvísu í nýjum lausnum sem í senn fela í sér nýsköpun og sjálfbærni. Árið 2019 voru tekjur samsteypunnar 13.7 milljarðar evrur.