Steinefni

Hjá Colas Ísland eru notuð steinefni frá ýmsum framleiðendum.

HÓLABRÚ

Íslenska steinefnið sem mest er notað á suðvestur horninu kemur úr Hólabrú sem er náma í Hvalfirði.

DURASPLITT

Durasplitt kemur frá Tau í Noregi. Það er flutt til landsins með skipum.
Durasplitt er notað á umferðarmestu götur landsins og jarðgöng og flugvelli út um allt land.

CLOBURN

Cloburn er Rautt steinefni sem flutt er inn frá Skotlandi og er eingöngu notað á akreinar fyrir strætisvagna.

ÖNNUR STEINEFNI

Colas framleiðir malbik um allt land og leitast er við að nota steinefni úr nærumhverfi þegar það er hægt. Sem dæmi má nefna Akureyri þar sem efni úr námunni Skútaberg er megin uppistaðan í framleiðslunni.