Skip to main content

Með öryggið á hreinu

Colas Ísland er með vottað samhæft umhverfis-, öryggis- og gæðakerfi samkvæmt stöðlum ISO 9001, 14001 og 45001. Í ágúst fór fram ytri úttekt á þessum stöðlum en þetta er árlegur viðburður þar sem við fáum aðila að utan sem tekur út alla okkar starfsemi.

Í þetta skiptið var úttektin sérstaklega víðamikil eða 10 dagar í heildina enda um endurútgáfu skírteinis var að ræða. Úttektin gekk vonum framar og erum við gríðarlega sátt með útkomuna. Við fengum einhverjar ábendingar um hvað má betur fara, sem var ánægjulegt, því tilgangurinn með þessum úttektum er einmitt að fá að vita hvað hefur lukkast vel og hvaða má bæta. Aðeins þannig getum við unnið að stöðugum umbótum á vinnuaðstöðu og verkferlum.

Aðrar greinar