Árlegur fundur stjórnenda Colas haldinn á Íslandi
Árlegur fundur stjórnenda Colas í norður Evrópu var á Íslandi að þessu sinni. Fundirnir eru ársfjórðungslega en eru afar sjaldan haldnir á Íslandi en eins og gefur að skilja lengir það ferðalagið töluvert fyrir flesta fundargesti. Við erum þó alltaf jafn ánægð og þakklát þegar samstarfsfólk okkar í Evrópu sækir okkar einstaka land heim, enda alltaf áhugavert að ræða sérstakar áskoranir í íslenskri vegagerð með náttúruna sjálfa í bakgrunni.
Á fundinum ræddum við meðal annars sértækar áskoranir í vegagerð hér á Íslandi, þá einmitt með tilliti til náttúru og veðurfars. Farið var yfir framkvæmdir sem af er árinu, bæði hér heima sem og í Evrópu og teljum við það mikinn kost að vera hluti af stórri, alþjóðlegri samsteypu Colas, þar sem við getum frætt hvort annað og lært af samstarfsfólki okkar.
Á fundinum var einnig unnið að stefnumótun samsteypunnar fyrir komandi ár, markmiðum og fjárhagsáætlun.