Fræsingar
Árið 2020 keypti Colas Ísland ehf. öll tæki af fyrirtækinu Drafnarfell ehf. Drafnarfell hafði starfað við fræsingar frá árinu 2003 fyrir Vegagerðina, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið var með mjög sterka markaðsstöðu á landsvísu og óhætt að fullyrða að það hafi verið lang öflugasta fyrirtækið á sínu sviði.
Við kaupin á tækjunum fylgdu starfsmenn Drafnarfells með og eru í dag starfsmenn Colas. Gríðarleg reynsla hefur verið byggð upp og hafa starfsmenn starfað við fræsingar í áratugi. Deildin hefur yfir að ráða nýlegum, glæsilegum og öflugum tækjum sem geta sinn öllum verkefnum er snúa að fræsingu og má geta þess að nýjasti fræsarinn er af tegundinni Wirtgen W210FI, árgerð 2023. Tækjaflotinn samanstendur af tækjum af mismunandi stærðum sem eru búin fullkomnum hæðar/dýptarstýringum sem geta unnið eftir alstöðvum. Breidd fræsaranna eru frá 0,5 m. upp í 2,2 m. og getur fræsidýptin verið allt að 30 cm í einni yfirferð.
Meðal verkefna sem við höfum sinnt er heildarfræsing á flugbrautum Keflavíkurflugvallar, um 400.000 m2, ásamt fræsingu á akbrautum flugvallarins í ýmsum viðhaldsverkum. Einnig fræsingar á Reykjavíkurflugvelli 2022 og á Egilsstaðaflugvelli árið 2021. Af öðrum verkum má nefna flatarfræsingu og holuviðgerðir á þjóðvegum og á gatnakerfi sveitarfélaga um land allt, innanhússfræsingar í fiskvinnslum undir Epoxy gólf, á athafnasvæðum álvera og hafna, í bílageymslum og plönum, hjá endurvinnslustöðvum og vöruhúsum. Færst hefur í vöxt fræsing með fínni fræsitromlu þar sem leitast við að gera yfirborðið hrjúft (þó ekki of gróft) t.d. til að auka viðnám ökutækja við veginn, til dæmis í hringtorgum og þar sem auka þarf bremsuskilyrði.
Endurvinnsla er Colas mjög hugleikin. Nær allt það malbik sem fræst er upp, er komið fyrir á endurvinnslusvæði Colas þar sem það er unnið frekar og svo endurnýtt aftur í malbik.