Þjónustan okkar

Hvað er í boði?

Colas Ísland býður upp á fyrsta flokks þjónustu varðandi allt sem við kemur malbikun og gatnaframkvæmdum almennt. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að aðstoða viðskiptavini og veita þeim faglega ráðgjöf varðandi verkefni og úrbætur, hvort sem það er fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki, verktaka eða sveitarfélög.

Tæknimenn mæta á staðinn í úttektir og veita viðskiptavinum fyrirtækisins ráðgjöf. Fyrirtækið er staðsett í Hafnarfirði en þjónustusvæðið er allt landið. Út frá malbikunarstöðinni í Hafnarfirði eru verkefni unnin á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri og út fyrir Snæfellsnes. Séu verkefni fyrir utan það svæði eru þau skoðuð sérstaklega í hvert skipti og fundin lausn. Undanfarin ár hefur Colas Ísland unnið að verkefnum um allt land, má þar nefna Höfn í Hornafirði, Austfirði, Siglufjörð, Akureyri og Vestfirði.

Colas Ísland býður viðskiptavinum sínum upp á úttektir á ástandi slitlags og í framhaldi af því ráðgjöf um viðhald.

Reglulega leita til fyrirtækisins hönnuðir, verkfræðingar og aðrir verkkaupar til að ráðfæra sig um val á lausnum verkefna.

Útlögn

Framkvæmdadeildin sér um ýmsar útfærslur á útlögnum malbiks, smelltu til að skoða.

Malbikstegundir

Smelltu til að skoða málbikstegundir.

Steinefni