
Fyrirtækið
Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. var stofnuð í janúar 1987. Að stofnun fyrirtækisins stóðu Byggingarfélagið hf. sem eignaðist 51% hlutafjár og danska fyrirtækið Colas Vejemateriale A/S sem eignaðist 49%. Colas Vejmateriale (síðar Colas Danmark) var þá í eigu A/S Dansk Shell. Í dag er Colas Danmark A/S (http://www.colas.dk/) einn eigandi Hlaðbæjar-Colas hf. Colas Danmark er nú í eigu Colas SA í Frakklandi (http://www.colas.com/). Colas samsteypan á fyrirtæki um allan heim og er stærsta malbiksverktakasamsteypa í heiminum í dag. Byggingarfélagið hf. hafði á árinu 1986 eignast Hlaðbæ hf. sem þá var virt verktakafyrirtæki er annast hafði m.a. um áratuga skeið gatnagerð og lögn slitlags fyrir Vegagerð ríkisins og ýmis sveitarfélög. Starfsmenn Hlaðbæjar höfðu því mikla reynslu og þekkingu á meðferð og lögn malbiks hér á landi.
Á móti kom gífurleg þekking danskra samstarfsmanna frá Colas sem hefur yfir 50 ára reynslu við malbikun en Colas er í dag annað stærsta fyrirtæki í Danmörku á sínu sviði.