Fyrirtækið

Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. var stofnuð í janúar 1987. Að stofnun fyrirtækisins stóðu Byggingarfélagið hf. sem eignaðist 51% hlutafjár og danska fyrirtækið Colas Vejemateriale A/S sem eignaðist 49%. Colas Vejmateriale (síðar Colas Danmark) var þá í eigu A/S Dansk Shell. Í dag er Colas Danmark A/S (http://www.colas.dk/) einn eigandi Hlaðbæjar-Colas hf. Colas Danmark er nú í eigu Colas SA í Frakklandi (http://www.colas.com/). Colas samsteypan á fyrirtæki um allan heim og er stærsta malbiksverktakasamsteypa í heiminum í dag. Byggingarfélagið hf. hafði á árinu 1986 eignast Hlaðbæ hf. sem þá var virt verktakafyrirtæki er annast hafði m.a. um áratuga skeið gatnagerð og lögn slitlags fyrir Vegagerð ríkisins og ýmis sveitarfélög. Starfsmenn Hlaðbæjar höfðu því mikla reynslu og þekkingu á meðferð og lögn malbiks hér á landi.
Á móti kom gífurleg þekking danskra samstarfsmanna frá Colas sem hefur yfir 50 ára reynslu við malbikun en Colas er í dag annað stærsta fyrirtæki í Danmörku á sínu sviði.

Í mars 1987 hóf Hlaðbær-Colas starfsemi sína, fyrst fyrirtækja í nýju iðnaðarhverfi í Hellnahrauni við Hafnarfjörð. Frá upphafi var lögð áhersla á að allur tækjakostur fyrirtækisins væri fullkominn með tilliti til afkastagetu og hagkvæmni í rekstri. Ráðist var í uppsetningu á fullkominni blöndunarstöð sem gat framleitt 100 tonn á klst.

Á rannsóknarstofu fyrirtækisins er daglegt gæðaeftirlit í höndum tæknimanna sem tryggir viðskiptavinum hámarks gæði framleiðslunnar. Auk þess veita þeir ráðgjöf til viðskiptavina um nánast allt sem viðkemur malbikun.

Í þeim tilvikum sem undirvinnu er þörf er Hlaðbær - Colas í samstarfi við traust verktakafyrirtæki ásamt því að reka eigin jarðvinnudeild.

Árið 1996 festi Hlaðbær-Colas hf kaup á færanlegri malbikunarstöð ERMONT TCM 17 sem útbúin er með fullkomnum hreinsibúnaði og afkastar 70-120 tonnum á klst. Stöðin var keypt vegna verkefna í tengslum við gerð Vestfjarðarganga og var fyrst sett upp á Ísafirði. Að því verkefni loknu var stöðin flutt að Hólabrú við Akranes vegna verkefna við Hvalfjarðargöng og vegtenginga norðan ganga. Vorið 2008 þegar Hlaðbær-Colas hf hafði verið í rúm 20 ár á Hringhellunni í Hafnarfirði flutti fyrirtækið sig um set. Á nýrri lóð að Gullhellu 1 hefur verið reist stærsta og fullkomnasta malbikunarstöð landsins. Verksmiðjan er frá KVM í Danmörku og afkastar 240 tonnum á klukkustund.

MHC hefur um áraraðir unnið margvísleg verkefni á landsbyggðinni og hefur alla burði til að sinna malbikunarverkefnum hvar sem er á landinu.


Í stjórn Hlaðbæjar -Colas eiga sæti Hans Oluf Krog forstjóri Colas Danmark, formaður stjórnar, Anne Wennevold frá Colas Danmark og Sigþór Sigurðsson verkfræðingur sem jafnframt er framkvæmdastjóri félagsins.

Frá og með desember 2008 hefur Hlaðbær Colas verið með vottað gæðakerfi samkvæmt ÍST EN ISO 9001:2000 og er fyrirtækið tekið út af BSI vottunarstofunni reglulega til að viðhalda þeirri vottun. Í apríl 2017 fékk Hlaðbær Colas að auki ISO 14001 umhverfisvottun og OHSAS 18001 öryggisvottun.

Frá og með árinu 2013 eru allt malbik frá Hlaðbæ Colas hf CE merkt og tilheyrandi eyðublöð og staðfestingar afhentar ef þess er óskað.