Sjálfbærni

Gæði

Colas Ísland er með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega kröfustaðlinum ISO 9001 og er það hluti af samþættu stjórnunarkerfi fyrirtækisins. Árið 2008 fékk fyrirtækið fyrst allra verkatakfyrirtækja á Íslandi vottun samkvæmt ISO 9001:2008. Vottunin var síðan uppfærð upp í ISO 9001:2015 árið 2017. Sjá vottorð

Colas Ísland leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir og hagsmunaaðilar þess séu ánægðir með vörur og þjónustu fyrirtækisins. Skipulögð og markviss gæðastýring er mikilvægt tæki til að ná því markmiði. Í slíkri gæðastýringu felst m.a. að það séu ábyrgir og hæfir starfsmenn, árangusrsmiðuð áætlanagerð, nákvæmar leiðbeiningar og skýr ábyrgð á öllum þáttum starfseminnar. Markviss gæðastýring er grundvöllur þess að unnt sé að þróa og afhenda vöru og þjónustu samkvæmt óskum og þörfum viðskiptavina okkar.

Við framkvæmum reglulega viðhorfskannir meðal okkar viðskiptavina til að meta ánægju þeirra. Niðurstöður þeirra eru rýndar nýttar til umbóta í starfsemi fyrirtækisins.

Colas Ísland setur sér reglulega gæðamarkmið, rýnir þau og metur frammistöðu. Viðhorf og áherslur Colas Ísland til gæða koma fram í gæðastefnunni sem má finna hér að neðan.

Gæðastefna
BSI vottun

Öryggi og heilsa

Colas Ísland hefur starfrækt vottað öryggisstjórnunarkerfi síðan árið 2017 og er í dag vottað samkvæmt staðli ISO 45001 sem var innleiddur árið 2020. Þetta er hluti af samþættu stjórnunarkerfi fyrirtækisins sem byggir á stöðugu umbótastarfi.

Öryggis- og heilsumál eru forgangi hjá Colas Ísland þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Mikil áhersla er lögð á að tryggja starfsfólki gott og heilbrigt vinnuumhverfi þar sem því líður vel, bæði líkamlega og andlega. Colas Ísland vill vera eftirsóttur vinnustaður og álítur öflugt forvatnarstarf í öryggis- og heilsumálum mikilvægt í því samhengi.

Colas Ísland leggur áherslu á stöðugar umbætur og í því felst að bæta vinnuumhverfi og líðan starfsfólks stöðugt, meðal annars með því að:

· Framkvæma reglulega starfsmannakannanir þar sem viðhorf starfsmanna eru rýnd og gerðar umbætur ef þarf.

· Lágmarka og  útloka hættu á slysum og óhöppum með því að t.d rótargreina öll alvarleg atvik og innleiða úrbætur.

· Framkvæma reglubundið áhættumat á öllum ferlum fyrirtækisins með þáttöku starfsfólks.

· Þróa umhverfisvænar vörur sem stuðla að heilbrigðara vinnuumhverfi.

· Árleg öryggisvika Colas með fræðslu, kynningum, námskeiðum og þátttöku starfsfólks.

· Heilsudagur Colas Ísland þar sem starfsfólki er boðið heilsufarsskoðun ásamt fræðslu.

Colas Ísland setur sér reglulega sérstök markmið sem tengjast öryggis- og heilsumálum starfsfólks sem eru rýnd og frammistaða metin. Öryggis- og heilsumarkmið fyrirtækisins, viðhorf og áherslur koma fram í öryggisstefnuni hér til hliðar.

Öryggisstefna
BSI vottun

Umhverfi

Colas Ísland er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega kröfustaðlinum ISO 14001 síðan árið 2017. Þetta er hluti af samþættu stjórnunarkerfi fyrirtækisins sem byggir á stöðugu umbótastarfi.

Fyrirtækið hefur alla tíð lagt ríka áherslu á umhverfismál og er sá þáttur starfseminnar alltaf að verða bæði mikilvægari og umfangsmeiri. Kröfur til umhverfismála eru stöðugt að aukast og vinnur Colas Ísland í því að gera meiri kröfur en lög kveða á um. Colas Ísland stefnir að því að lágmarka eins og unnt er áhrif starfseminnar á umhverfið og gerir það meðal annars með eftirfarandi hætti:

  • Mikilvægir umhverfisþættir starfseminnar eru skráðir og greindir.
  • Lög, reglugerðir og kröfur starfsleyfa eru vöktuð og þess gætt að farið er eftir þeim
  • Sérstök umhverfismarkmið eru sett, þau eru rýnd og endurskoðuð reglulega.
  • Gert hefur verið stórátak í meðferð og geymslu efna. Reynt að fækka tegundum og skipta út hættulegum efnum.
  • Við leggjum áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og flokkum hann með það í huga.
  • Við vinnum stöðugt að meiri endurnýtingu malbiks, biks og annarra framleiðsluvara.
  • Við vöktum stöðugt alla orkunotkun með það að markmiði að minnka hana eins og kostur er.
  • Colas Ísland er meðlimur í Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Festa er leiðandi afl í umhverfismálum á Íslandi.
  • Fyrirtækið setur sér umhverfismarkmið sem eru bæði langtíma- og skammtímamarkmið. Þau eru rýnd og frammistaðan metin með reglubundnum hætti.

Helstu áherslur Colas Ísland á sviði umhverfismála koma fram í umhverfisstefnu fyrirtækisins hér til hliðar.

Umhverfisstefna
BSI vottun

Gæðaeftirlit

Colas Ísland leggur mikla áherslu á öflugt og markvisst gæðaeftirlit við framkvæmdir. Starfsmenn gæðaeftirlits vinna í nánu samráði við framkvæmdadeildina. Hvert verkefni er rýnt með tilliti til krafna viðskiptavinarins og í samráði við fulltrúa kaupanda er lögð fram ítarleg gæðaeftirlitsáætlun fyrir hvert og eitt verkefni. Framkvæmt er daglegt gæðaeftirlit á verkstað af starfsmönnum gæðaeftirlits fyrirtækisins sem felst í mælingum ýmis konar, sýnatökum og rannsóknum. Þegar verkefni er lokið er það sérstaklega rýnt, bæði með vettvangsskoðun og einnig með því að rýna niðurstöður mælinga og rannsókna. Að lokum eru viðeigandi skýrslur og niðurstöður afhentar verkkaupa.

Umfang gæðaeftirlitsins hefur stóraukist undanfarin ár, enda hefur fyrirtækið komið að flestum stærstu og flóknustu malbiksútlögnum á Íslandi undanfarin ár þar sem gríðarlega strangar kröfur eru til malbiksgæða. Má nefna flugvelli, jarðgöng og flesta umferðarmestu vegi landsins.

Starfsmenn gæðaeftirlits vinna í nánu samráði og samvinnu við fulltrúa verkaupa og hafa viðskiptavinir fyrirtækisins lýst yfir mikilli ánægju með með áherslur og vinnubrögð hvað gæðaeftirlitið varðar.

Gæðaeftirlit fyrirtækisins hefur yfir að ráða afar fulkomnum og fjölbreyttum búnaði til mælinga og sýnatöku sem uppfyllir allar kröfur gerðar eru til slíkra hluta. Þær mælingar og sýnatökur sem gæðaeftirlit framkvæmir meðal annars eru eftirfarandi:

Mælingar og sýnitökur
  • Rúmþyngdarmælingar við útlögn til að tryggja ásættanlega þjöppun
  • Hitastigsmælingar á malbiki, bæði með handmælum en einnig hitamyndavelum sem mæla stöðugt hitastig malbiksins.
  • Sýnatökur úr útlögðu malbiki, borkjarnar
  • Hjólfaramælingar
  • Sléttleikamælingar
  • Yfirborðshrýfi
  • Daglegt gæðaeftirlit sem felur í sér ýmislegt fleira en hér er talið upp.
  • Að auki tekur gæðaeftirlit Colas Ísland að sér verkefni fyrir önnur fyrirtæki

Rannsóknarstofa

Colas Ísland rekur tvær rannsóknarstofur á Gullhellu í Hafnarfirði. Á annarri eru gerðar rannsóknir á malbiki, steinefnum og borkjörnum en á hinni rannsóknir á biki og bikbindiefnum. Báðar rannsóknarstofurnar eru vel búnar tækjum og búnaði til að sinna helstu rannsóknum vegna malbiks- og bindiefnaframleiðslu.

Á rannsóknarstofum fyrirtækisins starfar hæft og sérþjálfað starfsfólk sem er ávallt tilbúið til að leiðbeina og veita ráðgjöf um nánast allt sem við kemur rannsóknum á malbiki og bikbindiefnum og veitir allar mögulegar upplýsingar um þjónustu sem er í boði.

Starfsemi rannsóknarstofa má skipta í þrennt:

  • Rannsóknir sem gerðar eru kröfur um vegna CE-merkingar vöru og gæðaeftirlits.
  • Rannsóknir sem gerðar eru kröfur um í samningum við viðskiptavini.
  • Önnur starfssemi, svo sem nýsköpunar- og þróunarstarf
Malbiks og steinefnarannsóknir.
  • Mælingar á bikinnihaldi
  • Kornakúrfur
  • Mælingar á fínefnainnihaldi
  • Rúmþyngdarmælingar
Rannsóknir á Marshalleiginleikum, meða annars
  • Holrýmd
  • Bikfyllt holrýmd
  • Holrýmd í steinefnum
  • Sig
  • Festa
  • Stífni malbiks
Nýtt malbik
  • Marshallhönnun
Rannsóknir á bikbindiefnum
Mælingar á biki. 
  • Stungudýpt
  • Mýkingarmark
  • Seigja
  • Eðlisþyngd
Mælingar á eiginleikum bikþeytu
  • Bindiefnisinnihald
  • Vatnsinnihald
  • Sigtaleif
  • Sýrustig
  • Brothraði
  • Útstreymistími
Mælingar á þjálbiki
  • Seigja
Steinefnarannsóknir sem fela í sér m.a.
  • Mælingar á rakastigi
  • Kornakúrfur
  • Mælingar á fínefnainnihaldi
  • Mælingar á snefilefnainnihaldi
Borkjarnarannsóknir sem fela í sér m.a.:
  • Holrýmdarmælingar
  • Þykktarmælingar
Rannsóknir á endurunnu malbik sem fela í sér m.a.:
  • Rakastigsmælingar
  • Kornakúrfur
  • Fínefnainnihald
  • Bikinnihald

CE Merking

CE‐merking á að tryggja að vara uppfylli viðkomandi framleiðslustaðal, þar á meðal ákvæði um framleiðslueftirlit. Með CE‐merkingu á viðskiptavinur að geta gengið að því vísu að framleiðslan sé undir eftirliti og eiginleikarnir í samræmi við það sem lýst er yfir.

Allar malbikunarstöðvar fyrirtækisins eru með vottuð framleiðslueftirlitskerfi (en: Factory Production Control – FPC) sem veitir heimild til að CE-merkja malbik. Kerfin eru vottuð af The British Standards Institution, BSI, sem er alþjóðlegur viðurkenndur vottunaraðili. BSI kemur reglulega og framkvæmir ítarlegar úttektir á framleðslueftirliti malbikunarstöðva fyrirtækisins.

Allt malbik sem Colas Ísland hf framleiðir og fellur undir kröfur Evrópustaðlana, ÍST EN 13108-1 um stífmalbik (en: Asphalt Concrete) og ÍST EN 13108-5 um steinríkt malbik (en: Stone Mastic Asphalt), er CE -merkt.

Colas Íslandhf gefur út “DoP” (þ.e. Declaration of Performance) vottorð sem er yfirlýsing um frammistöðu malbiks og gerðarprófanir sem lýsa eiginleikum þess, fyrir allar CE – merktar malbiksgerðir sem framleiddar eru.

Umhverfisyfirlýsing

Colas leggur miklar áherslu á umhverfismál og að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvænar vörur. Í því skyni hefur fyritækið látið framkvæma lífsferilsgreiningu (LCA) og í framhaldi af því umhverfisyfirlýsingu (EPD) fyrir fjórar mismunandi vörur.

Sl11 Hólabrú

Sl16 Durasplit

Kaldablandað malbik án sements

Kaldblandað malbik með sementi