Mannauðsmál

 

Hjá Colas Ísland starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn og menntun. Colas Ísland býður upp á góðan vinnustað með áherslu á jákvæða vinnustaðamenningu þar sem gildin okkar, Þora – Deila – Virða, eru í fyrirrúmi. Colas Ísland leggur áherslu á að vinna gegn mismunun, tryggja jafnrétti og stuðla þannig að starfsánægju. Fyrirtækið styður starfsfólk sitt til að efla hæfni sína, býður upp á metnaðarfulla endurmenntunaráætlun, er með Jafnlaunavottun, jafnréttisáætlun og metnaðarfulla mannauðsstefnu.