HQSE svið

Gæði, umhverfi, öryggi og heilsa

Colas Ísland hefur alla tíð lagt mikla áherslu á vinnuumhverfismál, umhverfismál og gæði vöru og þjónustu. Fyrirtækið starfar samkvæmt ströngum kröfum ISO staðla til stjórnkerfa vinnuumhverfis, umhverfis og gæða og er vottað samkvæmt þeim. Til þess bærir óháðar, erlendir aðilar framkvæma úttektir á öllum þáttum starfseminnar,framleiðslu,framkvæmdum og ferlum m.a. til að tryggja að þessum kröfum sé fylgt.

Öryggis, umhverfis og gæðamál eru sífellt að verða mikilvægari þáttur í starfseminni og eru alltaf höfð í forgangi. Umfang HQSE deildar hefur aukist mikið undanfarin ár og starfsmönnum fjölgað verulega og er það til marks um miklar áherslur og kröfur COLAS samsteypunnar á þessa þætti um allan heim.

Undir flipanum sjálfbærni  má finna ítarlegar upplýsingar um HQSE deildina okkar, Stefnur, vottanir, umfang, starfsemi og fleira sem tengist daglegri starfsemi.

Skoða sjálfbærni