Skip to main content

Malbik sem inniheldur lífbindiefni er jafngott

Malbik sem inniheldur lífbindiefni er jafngott og venjulegt malbik

Niðurstöður rannsókna á tilraunaútlögn malbiks frá í sumar sýna að útlögn blönduð lífbindiefni uppfyllir allar kröfur um hemlunarviðnám. Að auki stóðst það bæði hjólfarapróf og prófanir á nagladekkjaáraun.

Þrjár mismunandi tegundir malbiks voru lagðar út á Reykjanesbraut, ein með lífbindiefni sem er aukaafurð úr pappírsvinnslu og ein með lífbindiefni úr grænmetisolíum. Lífbindiefnin eru kolefnisneikvæð sem þýðir að kolefnisspor biksins er allt að 85% minna en í venjulegu biki.

Malbikið er þróað af Colas Ísland í samvinnu við Vegagerðin – Icelandic Road and Coastal Administrationðina en Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkir verkefnið.

Colas er umhugað um umhverfið. Þetta er í fyrsta sinn sem lífbindiefni er notað í malbik með þessum hætti á umferðarþungan veg hér á landi. Áður hefur verið lagt sambærilegt malbik á göngustíg í Hafnarfirði. Samskonar lífbindiefni hafa verið notuð í malbik víða í Evrópu.

„Allar malbiksblöndurnar uppfylla kröfur um hemlunarviðnám en meðaltalshemlunarviðnámið var 0.75. Það má vera að lágmarki 0.55,“ segir Björk Úlfarsdóttir, deildarstjóri Umhverfis, gæða og nýsköpunarsviðs Colas Ísland.

Aðrar greinar