Allt til betri vegar
Colas er leiðandi afl í vegagerð, malbikun og nýsköpum á í vegaframkvæmdum á Íslandi og býður upp á fyrsta flokks þjónustu við malbikun og gatnaframkvæmdir. Fyrirtækið hefur áratuga reynslu af gatnagerð og lagningu malbiks og slitlags og leggur ríka áherslu á að bæta vegagerð á Íslandi og auka umferðaröryggi. Þá leggur fyrirtækið mikla áherslu á öruggt og heilbrigt starfsumhverfi.
Colas hugar að umhverfismálum við alla þróun og framleiðslu og hefur endurunnið malbik í meira en aldarfjórðung.
Þá hefur fyrirtækið sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2035.
Colas er í eigu Colas Danmark A/S.


Saga Colas
Colas var stofnað í janúar 1987. Fyrirtækið hét þá Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas en nafninu var breytt í Colas Ísland árið 2021. Stofnendur Colas voru Byggingarfélagið hf (51% hlut) og danska fyrirtækið Colas Vejemateriale A/S (49% hlut). Colas Vejmateriale (síðar Colas Danmark) var þá í eigu A/S Dansk Shell.
Byggingarfélagið hf. hafði á árinu 1986 eignast Hlaðbæ hf. sem þá var virt verktakafyrirtæki er annast hafði m.a. um áratuga skeið gatnagerð og lögn slitlags fyrir Vegagerð ríkisins og ýmis sveitarfélög. Starfsmenn Hlaðbæjar höfðu því mikla reynslu og þekkingu á meðferð og lögn malbiks hér á landi.
Á móti kom gífurleg þekking danskra samstarfsmanna frá Colas sem hefur yfir 90 ára reynslu við malbikun en Colas er í dag annað stærsta fyrirtæki í Danmörku á sínu sviði.
Í dag er Colas Danmark A/S einn eigandi Colas Ísland ehf. Colas Danmark er nú í eigu Colas SA í Frakklandi. Colas samsteypan á fyrirtæki um allan heim og er stærsta malbiksverktakasamsteypa í heiminum í dag.
Fullkomin færanleg malbikunarstöð keypt
Í mars 1987 hóf Hlaðbær-Colas starfsemi sína á Hringhellu og var fyrst fyrirtækja til að hefja rekstur í þá nýju iðnaðarhverfi í Hellnahrauni í Hafnarfirði. Frá upphafi var lögð áhersla á að allur tækjakostur fyrirtækisins væri fullkominn með tilliti til afkastagetu og hagkvæmni í rekstri. Ráðist var í uppsetningu á fullkominni blöndunarstöð sem gat framleitt 100 tonn á klst.
Árið 1996 keypti Colas færanlega malbikunarstöð, ERMONT TCM 17, með fullkomnum hreinsibúnaði og afköstum upp á 70-120 tonn á klst. Stöðin var keypt vegna verkefna í tengslum við gerð Vestfjarðaganga og var fyrst sett upp á Ísafirði. Að því verkefni loknu var stöðin flutt að Hólabrú við Akranes vegna verkefna við Hvalfjarðargöng og vegtenginga norðan ganga.


Fullkomnasta og stærsta malbikunarstöð landsins
Vorið 2008 þegar Colas hafði verið í rúm 20 ár á Hringhellu flutti fyrirtækið sig um set og fluttist að Gullhellu 1. Colas reisti þar stærstu og fullkomnustu malbikunarstöð landsins. Verksmiðjan er frá KVM í Danmörku og afkastar 240 tonnum á klukkustund.
Að auki rekur Colas malbikunarstöðvar á Akureyri, Reyðarfirði og Keflavík.
Fyrirtækið tekur á móti malbiksafgöngum og endurvinnur það á athafnasvæði sínu, sinnir malbiksfræsingum um allt land og getur í samstarfi við undirverktaka séð um yfirborðsmerkingar og aðra þá vinnu sem til fellur við viðhald vegakerfisins.
Colas rekur fullkomna rannsóknarstofu þar sem þróunarvinna fer fram og allt malbik og bindiefni er sannprófað og gæðavottað.